Thursday, April 8, 2010

EGYPT – Rediscovering a lost world


Þáttaserían Egypt var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni BBC árið 2005. Ég hef safnað að mér fjölmörgum heimildamyndum um forn-Egyptaland í gegnum tíðina, eða hátt í 30, en þessir þættir eru mínir allra uppáhalds. Þeir eru leiknir heimildaþættir um mikilvæga fornleifafundi í Egyptaland og segja frá þrem merkum mönnum: Howard Carter, Giovanni Belzoni og Jean-François Champollion. Þátturinn sýnir okkur einnig “flashback” í heim forn-Egypta og verður til mjög skemmtileg blanda af fornum tímum þegar þessar merku minjar voru byggðar og svo þúsundum árum seinna þegar þær voru uppgvötaðar af “nútímamanninum”.

Þáttunum er skipt í þrjá hluta og í hverjum hluta eru 2 þættir.

Fyrsti hluti fjallar um merku uppgvötun Howards Carter á grafhýsi Tutankhamun í Dal Konunganna á vesturbakka Nílar, móti borginni Lúxor. Við fylgjum atburðarásinni sem leiðir að fundinum. Carter uppgvötar grafhýsi Hatshepsut en það hafði þegar verið tæmt af grafarræningjum og hann þráir að finna ósnert grafhýsi. Nafn Tutankhamuns kemur fyrir á einum forngrip og er nefndur sem ungur faraó, en hann var aðeins 8 ára þegar hann tók við af föður sínum. Með styrk frá Lord Carnarvon hefur Carter uppgröftinn 1914 en þeir neyðast til að hætta stuttu seinna vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar. Uppgröfturinn hefst aftur að loknu stríði en lofar ekki góðu þar til hvílistaður Tutankhamuns finnst loks 1922, falinn undir öðru grafhýsi í Dal konunganna. Grafhýsi Tutankhamuns er það eina sem fundist hefur ósnert og sýnir okkur þau undur og stórmerki sem leyndust eitt sinn á þessum slóðum. Tutankhamun gerði ekkert merkilegt á sinni tíð sem faraó en hann er víðfrægur vegna þessarar merku uppgvötunar. Ef grafhýsi þessa unga faraós var svona glæsilegt er erfitt að ímynda sér hvaða gersemar grafhýsi Ramsesar hins mikla innihélt.
Leikurinn er frábær og ég hafði mjög gaman af að fylgjast með Howard Carter í leit sinni og fá að vera “með”. Stuart Graham leikur Carter og Julian Wadham fer með hlutverk Carnarvons.


Annar hluti segir frá ítalska verkfræðingnum Giovanni Belzoni, sem er einnig “strongman” í sirkús og er þekkur sem “The Great Belzoni”. Hann er ráðinn af The British Museum til að heimta risavaxna “Höfuð Memnons” sem hluti af styttu af Ramsesi II. Hann reynir að finna leið til að færa höfuðið og er mjög skemmtilegt að fylgjast með því. Belzoni er mjög sérstakur karakter að því leyti að hann er ekki fornleifafræðingur og frekar fyndin týpa. Á leið sinni á Níl fer Belzoni suður til Abu Simbel þar sem hann uppgvötar hof næstum grafið í sandinn. Eftir uppgröftinn finnur hann tvo hof sem Ramses II byggði, eitt fyrir heittelskuðu eiginkonu hans Nefertari (“for whom the sun doth shine”) og annað til að minnast hersigurs hans við Kadesh. Hofin við Abu Simbel eru án efa það fallegasta sem ég hef séð! Belzoni uppgvötar einnig grafhýsi Seti I sem var faðir Ramsesar II. Ótrúlegt hvernig merku uppgvötanir Belzoni voru allar tengdar Ramses. Okkur eru einnig sýnd brot aftur í forntíma og saga Ramsesar II hins merka er sögð. Án efa uppáhalds hlutinn minn. Ég hef alltaf haft sérstakan áhuga á Ramses II og öllu sem tengist honum. Það er bráðskemmtilegt að fylgja ævintýramanninum Belzoni og upplifa með honum þessa ólýsanlegu gimsteina. Giovanni Belzoni er leikinn af Matthew Kelly.

Þriðji hluti fjallar um Frakkann, Jean-François Champollion, sem hefur brennandi áhuga á ýmsum tungumálum og þá sérstaklega heilla leyndardómar forn-egypska myndmálsins hann. Hann gerir tilraun til að þýða letrið á Rosetta steininum, en á honum er sami texti skrifaður á forn-grísku, almennri egypsku og forn-egypsku myndmáli. En Bretar höfðu stolið steininum frá Frökkum 1801 og vill Champollion hefna þeirra með því að ráða myndmálið. Mjög skemmtilegt er að fylgjast með Champollion, í kappi við aðra fræðimenn, ráða þessa leyndardóma og eru aðferðirnar sem notaðar eru alveg ótrúlegar. Kaþólska kirkjan hræðist þó forn-egypska myndmálið og óttast að það muni grafa undan trúarkenningum þeirra. Yfirmenn kirkjunnar reyna því að stöðva Champollion. Að leysa ráðgátuna um þetta forna tungumál verður ákveðin árátta fyrir hann og með því að grandskoða forna gripi kemst hann á slóðina. Champollion ferðast til Egyptalands og lætur reyna á þekkingu sína. Hann kemst að því hverjir hvíldu í hinum ýmsu grafhýsum og náði að lesa það sem stóð í hofum forn-Egypta. Þessi uppgvötun er stórmerkileg því Champollion komst í fyrsta skipti að hvert trúarkerfi forn-Egypta var og hvernig þeir háttuðu sínu daglega lífi.
Elliott Cowan fer með hlutverk Jean-Fran
çois Champollion, en hann leik m.a. Ptolemy í hörmunginni sem var Alexander (2004) og með mínum manni David Suchet í Poirot myndinni Taken at the Flood.

Þættirnir eru í heildina litið vel leiknir og einstaklega vel gerðir. Þeir skapa mjög skemmtilegt sjónarhorn á uppgvötanir tengdar Egyptalandi og hafði ég ótrúlega gaman af því. Þættirnir voru teknir upp á hrífandi stöðum og draga áhorfandann inn í söguna. Tölvutækni gerði þeim einnig kleift að skapa myndir sem sýndu hofin og grafhýsin eins og þau voru hugsanlega á tímum faraóanna. Skemmtilegt er að sjá “flashback” aftur í forna tíma og skapar það mikla stemningu.
Mæli hiklaust með þáttunum fyrir alla sem telja sig hafa áhuga!

Framleiðandinn Phil Doling hafði þetta að segja:
Being the first UK TV company to attempt such a project in the most amazing historical sights was very exhilarating, and to be able to return them - with additional sets and some computer imagery - to how they were during the time of the Pharaohs was incredible.”

Og já, ég setti tvær persónulegar myndir til að krydda aðeins upp á bloggið!


1 comment: