Saturday, January 30, 2010

Notorious (1946)



Ég missti af þessari í tíma svo ég fann hana á netinu og horfði.
Notorious er leikstýrð af Alfred Hitchcock og í aðalhlutverkum eru Cary Grant og Ingrid Bergman. Bergman leikur Alicia Huberman, faðir hennar er settur í fangelsi fyrir að vera njósnari nasista og þar fremur hann sjálfsmorð. Alicia er boðið tækifæri til að bæta upp fyrir gjörðir föður hennar og hreinsa sig af skömm fjölskyldunafnsins með því að komast í innsta hring nasistavini föður hennar í Rio de Janeiro og njósna fyrir föðurland sitt. Henni er boðið þetta af útsendara Bandarísku stjórnarinnar, T.R. Devlin sem hún verður síðar ástfangin af.
Ég hafði mjög gaman af Notorious og finnst hún án efa vera með betri myndum sem ég hef séð. Ingrid Bergman er einfaldlega stórkostleg kona, það eru varla til orð. Hún leikur hlutverkið af þvílíkri snilld. Alicia Huberman þráir að losna undan þeirri skömm sem faðir hennar hefur þröngvað á hana. Þegar henni er gefið tækifærið neyðist hún til að skilja við glæfralegu fortíð sína og hjálpa föðurlandinu með því að gerast eiginkona nasista í Brasilíu. En Alicia verður hopelessly ástfangin ef útsendaranum T.R. Devlin og fer ekki leynt með það gagnvart honum. Leikur Bergman er svo raunvörulegur og gallalaus og Cary Grant er ekkert síðri í hlutverki Devlin. Hann er kaldur og reynir að hylja tilfinningar sínar til Alicia. En Grant tekst stórkostlega að sýna vaxandi ást Devlin lúmskt með augnagotum hér og þar, mjög gaman að fylgjast með því. "Chemistry-ið" á milli Bergman og Grant er ótrúlegt, spennan á milli þeirra vex út alla myndina og áhorfandinn þráir ekkert heitar en að þau nái saman. Cary Grant er þvílíkur karlmaður. Þeir gera þá ekki svona lengur...

Endir myndarinnar veldur svo sannarlega ekki vonbrigðum, eftir að nasista-eiginmaður Aliciu, Alex Sebastian, eitrar fyrir henni að ráði móður sinnar kemur Devlin og bjargar henni. Loksins játar hann ást sína og ber hana út úr húsinu. Þau skilja eftir Alex Sebastian, og þegar hann gengur upp tröppurnar og útidyrahurðin lokast veit áhorfandinn upp á hár hvaða örlög bíða hans, og auðvitað á hann þau fyllilega skilið.
Frábær mynd. Eina sem mér fannst leiðinlegt er að fallegu litir borgarinnar Rio de Janeiro sáust ekki. Mér fannst sérstaklega erfitt þegar Alicia og Devlin standa á svölunum með hafið, ströndina og himininn í bakgrunn að sjá ekki stórkostlegu litina sem eflaust fylgdu því. En auðvitað var lítið hægt að gera í því! Annars var ég mjög sátt.

1 comment: