Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Couples Retreat. Vince Vaughn er án efa einn af mínum uppáhalds gamanleikurum en þessi mynd er einfaldlega hræðileg. Vaughn hefur reyndar sín móment, annars hefði ég gefist upp á myndinni vandræðalega snemma. Malin Akerman er líka fín og "chemistry-ið" á milli hennar og Vaughn er mjög gott. Annars er flest við Couples Retreat slæmt. Grínið feilar oftar en ekki og er frekar sársaukafullt að fylgjast með því.
Í stuttu máli fjallar myndin um fjögur pör sem fara í prógram á hitabeltiseyju til að laga vandamálin í sambandinu. Samtölin eru yfirborðskennd og flestir karakterarnir eru leiðinlegir. Myndin endar síðan á vandræðalega góðan hátt, miðað við erfiðleika hjónanna út mest alla myndina.
Ég verð eiginlega bara niðurdregin á að skrifa um þessa mynd, svo ég læt þetta duga. Vince Vaughn er það eina góða við Couples Retreat. Hann leikur reyndar sama karakter og alltaf, en þrátt fyrir það finnst mér hann skemmtilegur.
Þótt þessi hafi ekki verið eins góð og ég vonaðist til, þá var hún að mestu leyti eins og ég bjóst við. Hún minnir nefnilega þó nokkuð á tvær aðrar myndir sem Vince Vaughn og Jon Favreu hafa gert saman (og sem Jon Favreu hefur skrifað): Swingers og Made. Það verður samt að segjast að hún er talsvert síðri en Swingers (sem ég hélt alltaf mikið upp á).
ReplyDelete3 stig.